
Símtöl – hringt og svarað
Til að hringja slærðu inn símanúmerið, ásamt lands- og
svæðisnúmeri, ef þess þarf með. Ýttu á hringitakkann til að
hringja í númerið. Flettu upp til að auka hljóðstyrk heyrnar-
eða höfuðtólsins meðan á símtali stendur og niður til að
minnka hann.
Ýttu á hringitakkann til að svara mótteknu símtali. Ýtt er á
hætta-takkann til að hafna símtali.